Vegur allrar veraldar, arkitektúr og geðheilbrigði #4 og Andrými/rýni

Víðsjá - A podcast by RÚV

Podcast artwork

Categories:

Vegur allrar veraldar, síðara bindi stórvirkis Sigríðar Hagalín um Ólöfu ríku Loftsdóttur, höfðingja og húsfreyju á Skarði, kom út fyrr í haust. Þungamiðja sögunnar er víg Björns Þorleifssonar, hirðstjóra konungs á Íslandi, sem Ólöf kona hans hefndi grimmilega, en sögunum af því ber ekki endilega saman og ekki sama hver segir frá. Af einhverjum sökum er lítið um heimildir um sögulega atburði á á 15. öld, en sú þögn sem lagðist yfir Ísland á ensku öldinni svokölluðu gefur aukið rými fyrir skáldskap. Sigríður segir okkur nánar af því þætti dagsins. Hildigunnur Sverrisdóttir flytur líka síðasta pistil af fjórum þar sem hún fjallar um samband geðheilbrigðis og arkitekurs og Gauti Kristmannsson fjallar um Andrými, kviksagnasafn Eiríks Jónssonar, sem nýverið hlaut tilnefningu til Íslensku Bókmenntaverðlaunanna.