Nýsköpun á sviði grænnar orku - Vindorka Sidewind

Sjálfbærni á mannamáli 🍃 - A podcast by Sjálfbærni á mannamáli

Categories:

Afhverju hætti skipaflotinn að nota vindinn sem sinn megin orkugjafa og hvernig getum við snúið aftur til fortíðar og nýtt okkur vind í stað jarðefnaeldsneytis og þannig haft verulega áhrif á umhverfið? Stofnendur Sidewind þau María Kristín Þrastardóttir og Óskar Svavarsson kíktu til okkar í hlaðvarpið og sögðu okkur frá þeirri stórmerkilegu lausn sem þetta framúrskarandi frumkvöðlafyrirtæki er að þróa. Hvernig hugmyndin á uppruna sinn í pælingum ungs menntskælings, áskoranirnar við að koma lausninni áfram í framleiðslu og hversu mikil áhrif lausn Sidewind gæti haft á flutningaskiptaflotann og umhverfið í framtíðinni. Sidewind stefnir að framleiðslu umhverfisvænna vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum ofan á flutningaskip. Vindmyllugámarnir nýta svo hliðarvind sem annars færi til spillis til framleiðslu á rafmagni. Við hvetjum hlustendur til að kynna sér lausnir Sidewind frekar inni á vefsíðu Sidewind.